„Ég er ekkert að segja að þetta sé ein­hver álfur en þetta er svo­lítið fríkað,“ segir tón­listar­konan Vig­dís How­ser Harðar­dóttir í sam­tali við Frétta­blaðið.

Vig­dís birti býsna at­hyglis­vert mynd­band á Insta­gram-síðu sinni í dag en á því má sjá ein­hvers­konar furðu­veru við Detti­foss. Vig­dís hefur verið á ferða­lagi um landið undan­farna daga og það var ekki fyrr en hún skoðaði mynd­bandið í símanum sínum á Seyðisfirði í gær­kvöldi að hún rak augun í um­rædda furðu­veru. Vig­dís full­yrðir að ekki hafi verið átt við mynd­bandið á neinn hátt.

Ómögulegt að komast þangað

Vig­dís óskaði eftir því að fylgj­endur hennar segðu sitt álit um hvað það er sem sést á mynd­bandinu. Hún segir að hún og kærasti hennar hafi verið á svæðinu í drjúga stund í gær­kvöldi og enginn hafi verið fyrir framan þau. Þá séu að­stæður á svæðinu þannig að ó­mögu­legt sé fyrir fólk að klöngrast þarna.

„Það er ekkert þarna fyrir neðan,“ segir Vig­dís og bætir við að hún sé búin að heyra ýmis­legt. Að þetta hafi verið svart­álfur eða jafn­vel ein­hvers­konar djöfull. Hún segir að um 10 manns hafi verið á svæðinu, flestir á útsýnispalli rétt hjá, en hún og kærasti hennar hafi farið nær fossinum þar sem hann hafi meðal annars tekið myndir. „Ég súmmaði svona inn og var ekkert að pæla í hvað ég væri að gera,“ segir Vigdís.

Forvitnilegt myndband

Vig­dís segist þó ekki ætla að halda því fram að þarna sé eitt­hvað yfir­náttúru­legt á ferðinni en mynd­bandið sé þó at­hyglis­vert og þess vegna hafi hún á­kveðið að birta það.

Hún segist þó hafa rekist á mynd­bönd á TikTok þar sem fólk full­yrðir að það hafi séð álfa og náð af því myndum. Hingað til hafi hún tekið slík mynd­bönd með mátu­legum fyrir­vara en þær myndir og mynd­bönd líkist furðu­verunni sem Vig­dís náði myndum af.

Mynd­bandið má sjá hér að neðan og þá má sjá allt mynd­bandið í „story“ hjá Vig­dísi ef farið er inn á Insta­gram-síðuna hennar.