Kel­ly Clark­s­on er ein­mana þessi jólin. Hún opnaði sig um það ný­verið í sjón­varps­þætti sínum á ein­lægu nótunum.

Söng­konan skildi ný­verið að borði og sæng við um­boðs­manninn Brandon Black­stock og hún segir þessi jól verða erfið. Hún segir betra að ræða þetta en að byrgja inni.

„Ég verð bara hrein­skilin. Þegar ég skrifaði þetta lag þá var ég há­grátandi,“ sagði Kel­ly áður en hún flutti nýjasta jóla­lag sitt Merry Christ­mas (To The One I Used To Know).

„Ég var ný­búin að setja börnin í rúmið og ég átti bara virki­lega erfitt,“ segir Kel­ly. Hún segir árið hafa verið erfitt. „Og ég skrifaði þetta lag fyrir mig af því það eru ekki mörg jóla­lög fyrir fólk sem er ein­mana eða sorg­mætt,“ segir Kel­ly.

Horfa má á magnaðan söng Kel­ly hér fyrir neðan: