Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, kveðst hafa tárast yfir kveðju sem honum barst í bréfi á dögunum. Hann birti mynd af bréfinu á Face­book síðu sinni og segir það vera það dýr­mætasta til þessa.

Um er að ræða þakkar­bréf frá Pálma Víði, ellefu ára gömlum að­dáanda Víðis. „Ég er búin að fá fullt af góðum kveðjum, hvatningu og þökkum fyrir að vinna vinnuna mína. Ég held samt að þessi sé sú fal­legasta,“ segir Víðir í færslu sem hann birti í kvöld.

„Ég fékk tár í augun við að lesa þessa kveðju frá honum Pálma Víði 11 ára.“

Takk fyrir að passa ömmu

Í bréfinu þakkar Pálmi Víði fyrir það sem hann hefur gert til að að­stoða Ís­lendinga á þessum undar­legu tímum. „Takk fyrir að hjálpa mér, vinum mínum og fjöl­skyldu, takk fyrir að passa upp á ömmu mína sem er 73 ára,“ skrifar Pálmi.

Bréfið virðist hafa verið póst­sent og lét Pálmi lög­reglu­þjóninum í té upp­lýsingar til að geta svarað bréfinu.