Jón Gnarr, grín­isti, sjón­varps­maður og leikari, henti í á­huga­verða færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í gær. Þar lagði hann fram sex spurningar sem hann sagðist gjarnan vera til í að spyrja Þór­ólf Guðna­son, sótt­varnar­lækni að, vegna CO­VID-19 far­aldursins. Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn svaraði Jóni og vakti það mikla at­hygli.

„Spurningar sem ég vil spyrja Þór­ólf,“ skrifaði Jón Gnarr í gær. „1. get ég smitast í sumar­bú­stað? 2. ef frændi minn er smitaður á ég þá að fara í sótt­kví? 3. get ég fengið co­vit af því að borða leður­blöku? 4. ert þú að gera nóg og gætir þú gert meira? 5. Er Alma að gera nóg?6. hvar lætur þú klippa þig?“

Færslan hjá Jóni vakti gífur­lega at­hygli en 183 manns brugðust við henni. Víðir kom Þór­ólfi, sem ekki er víst að sé á Twitter, til bjargar og svaraði spurningunum fyrir hann, í hraða­spurninga­stíl. Svörin vöktu mikla at­hygli en 301 manns hafa brugðist við þeim.

„Já - kannski - já - já já - já - ekki,“ skrifar Víðir ein­fald­lega og þjóðin veit því svörin við mikil­vægum spurningum.