Víðir fagnaði glæstum sigrum tveggja ís­lenskra lands­liða í kvöld, annars vegar sigri karla­lands­liðsins í körfu­bolta gegn Lúxem­borg og hins vegar sigri kvenna­lands­liðsins í fót­bolta á Slóvökum, 3-1. Víðir sagði eftir leikina á Twitter:

„Veit ekki með ykkur en þessi sigrar lands­liðanna í dag var akkúrat það sem mig vantaði.“

Fram kom á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í morgun að Víðir væri farin að finna fyrir ein­kennum eftir að hafa greinst með veiruna í gær, en enn sem komið er væru þau væg.