Köttur Kára Stefáns­sonar, Huginn, hefur fundist and­vana í garði ekki langt frá heimili sínu. Kári greinir sjálfur frá þessu á Face­book.

Líkt og fram hefur komið sagðist Kári fyrr í dag sakna kattarins. Sagði hann það ein­mana­legt að sitja yfir kaffi­bolla og geta ekki rætt við Huginn um heim­speki og vanda­mál líðandi stundar.

„Leitinni er lokið. Huginn fannst and­vana í garði ekki langt frá heimili sínu. Dánar­or­sök ó­þekkt. Djúp­vitur köttur, fagur og yndis­legur horfinn á vit feðra sinna. Við sitjum eftir í botn­lausri sorginni.“

Leitinni er lokið. Huginn fannst andvana í garði ekki langt frá heimili sínu. Dánarorsök óþekkt. Djúpvitur köttur, fagur og yndislegur horfinn á vit feðra sinna. Við sitjum eftir í botnlausri sorginni.

Posted by Kari Stefansson on Friday, 23 October 2020