Breska fjöl­miðla­konan og rit­höfundurinn De­borah James er komin á líknandi með­ferð vegna ristil­krabba­meins sem hún greindist með fyrst árið 2016.

Debroah, sem á ferli sínum hefur starfað fyrir BBC og auk þess haldið úti vin­sælum hlað­varps­þáttum, greindi fylgj­endum sínum á Insta­gram frá þessu í gær. BBC fjallar um þetta.

„Þetta eru skila­boðin sem ég vildi aldrei skrifa. Við erum búin að reyna allt saman, en líkaminn lætur sér ekki segjast,“ sagði De­borah og bætti við að með­ferð við krabba­meininu hefði verið hætt. Nú væri mark­miðið að láta henni líða sem best í faðmi fjöl­skyldu sinnar þar til yfir líkur.

„Það veit enginn hversu langan tíma ég á eftir,“ sagði De­borah og bætti við að hún geti ekki gengið lengur og þá sofi hún mest allan daginn. Hún sagði að læknar og heil­brigðis­starfs­fólk hafi reynt allt til að hjálpa henni.

De­borah, sem er fer­tug að aldri og móðir tveggja barna, hefur veitt fjölda fólks hvatningu og inn­blástur með æðru­leysi sínu. Hún hefur skrifað bækur um bar­áttu sína sem notið hafa vin­sælda, til dæmis bókina F*** You Cancer: How to face the big C, live your life and still be your­self sem kom út árið 2018.