Fyrirsæta sem vinnur meðal annars fyrir hið heimsfræga undirfatamerki Victoria‘s Secret skýtur föstum skotum á leikkonuna og aktívistann Jameelu Jamil fyrir að kalla tískufyrirsætur „sveltar“ og „dauðhræddar“ á Twitter.

Rifrildið hófst þegar Sara Sampaio svaraði Twitter pósti Jameelu Jamil, sem er hér á myndinni, þar sem Jamil vegsamar tískusýningu á tískuvikunni í Vín, þar sem konur í öllum stærðum ganga pallana.
Fréttablaðið/Getty