Fyrirsæta sem vinnur meðal annars fyrir hið heimsfræga undirfatamerki Victoria‘s Secret skýtur föstum skotum á leikkonuna og aktívistann Jameelu Jamil fyrir að kalla tískufyrirsætur „sveltar“ og „dauðhræddar“ á Twitter.

Rifrildið hófst þegar Sara Sampaio svaraði Twitter pósti Jameelu, þar sem hún vegsamar tískusýningu á tískuvikunni í Vín, þar sem konur í öllum stærðum ganga pallana.

„Guð minn góður, þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt og hvergi sveltur unglingur að sjá.“

Sampaio svaraði og sagði Jamil hræsnara.

„Hvernig væri að lyfta fólki upp án þess að þurfa að berja aðra niður?“ spyr hún. „Að kalla fyrirsætur svelta, hrædda unglinga er ótrúlega móðgandi. Þegar það kemur svo frá manneskju sem er alltaf að tala fyrir líkamsvirðingu er hræsnin algjör.“

Rifrildið hófst þegar Sara Sampaio svaraði Twitter pósti Jameelu Jamil, sem er hér á myndinni, þar sem Jamil vegsamar tískusýningu á tískuvikunni í Vín, þar sem konur í öllum stærðum ganga pallana.
Fréttablaðið/Getty