Okkar aðalsmerki er frábær þjónusta, vönduð vinnubrögð og klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum til þess að sækja fram og vekja athygli á samfélagsmiðlum,“ segir Ægir Hreinn Bjarnason, sölustjóri hjá markaðsfyrirtækinu Key of Marketing sem byrjaði að fara á flug í nóvember og hefur fengið gríðargóðar viðtökur ánægðra viðskiptavina.

„Við sérhæfum okkur í að finna bestu leiðirnar fyrir fyrirtæki að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum. Það er engin spurning að hagur fyrirtækja eykst við að nota þjónustuna okkar því við notum allar nýjustu aðferðirnar við að auglýsa á samfélagsmiðlum og setjum mikinn metnað í að tileinka okkur það nýjasta og bæta okkur enn frekar,“ segir Ægir sem hjá Key of Marketing sinnir þjónustu fyrir fyrirtæki af öllum toga.

„Við sjáum um auglýsingar á Facebook, Instagram, Google, YouTube og Email og notum hugbúnaðinn Facebook Pixel til að finna líklegustu kaupendurna. Þannig leggjum við mikla áherslu á að læra inn á viðskiptamódel hvers fyrirtækis fyrir sig og finnum út lokamarkmið þeirra. Markaðsplanið er því sérsniðið að hverju og einu þeirra,“ upplýsir Ægir.

Reynsluboltar við stýrið

Key of Marketing tekur markaðs- og auglýsingamál fyrirtækja í fóstur og fylgir eftir hverju fótmáli.

„Það tekur tíma að læra inn á samfélagsmiðla og breytingar þar eru hraðar. Því þurfa langflest fyrirtæki leiðsögn um síbreytilegan frumskóg samfélagsmiðla og þá er þægilegt að hafa reynslubolta og kunnáttumenn eins og okkur til að sjá um það frá A til Ö og geta einbeitt sér að rekstrinum í staðinn,“ segir Ægir.

Key of Marketing býður upp á markaðssetningu á samfélagsmiðlum, myndbandsgerð, lógóhönnun, teiknimyndir (e. animation video) og vefsíðugerð, sem og grafíska hönnun, portrait-myndir, 3D-vinnu, plaköt, albúm, tónlist fyrir auglýsingar, tölvupóstherferðir (e. email marketing) og allt sem tengist markaðssetningu fyrirtækja.

„Við veitum framúrskarandi þjónustu og vönduð vinnubrögð. Við búum að mikilli reynslu, erum með víðtækan bakgrunn í netverslunum, kóðunarvefsíðum og auglýsingum um allan heim og höfum á undanförnum árum unnið ötullega að markaðssetningu á samfélagsmiðlum.“

Einstakar lausnir sem virka

Key of Marketing var stofnað á haustmánuðum í fyrra. Fyrirtækið er í eigu Ægis og Odds Jarls Haraldssonar og nýlega bættust við þrír starfsmenn, þeir Svavar Sigursteinsson myndtökumaður, Þröstur Njálsson ljósmyndari og Axel Magnús Kristjánsson verkefnastjóri sem sér einnig um leikstjórn við myndbönd og er Google-sérfræðingur fyrirtækisins.

„Við Oddur höfðum unnið saman að mörgum verkefnum og fannst Key of Marketing vera besta leiðin til að samnýta krafta okkar,“ upplýsir Ægir um tilurð fyrirtækisins.

Key of Marketing stendur fyrir vinsælum námskeiðum í markaðssetningu á Facebook og Insta­gram og á döfinni eru námskeið í markaðssetningu á Google og YouTube. Næsta námskeið stendur yfir dagana 24. og 31. mars og eru aðeins sextán sæti laus.

„Fyrsta námskeiðið sló í gegn og allir voru mjög ánægðir með árangurinn. Á námskeiðinu kennum við frá grunni hvernig á að búa til auglýsingar á Facebook og Instagram. Það verður sífellt mikilvægara að vera með rétta markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en öfugt við aðrar auglýsingaleiðir er hægt að beina auglýsingum að hárréttum aðilum og þarf ekki að eyða í það miklu fé. Á vinsælustu samfélagsmiðlunum liggja gríðarleg tækifæri og á leitarvélinni Google kennum við að komast að ofarlega í leitinni og að fyrirtækin fái réttu klikkin og borgi sem minnst fyrir sem mest,“ útskýrir Ægir sem hjá Key of Marketing hugsar ávallt út fyrir boxið og er sífellt að bæta við þekkingu til að mæta þörfum viðskiptavina með óvæntum, grípandi og skemmtilegum lausnum sem virka.

„Við erum einstakt fyrirtæki; ungt en reynslumikið. Við bjóðum ferskar lausnir og erum ákafir í að gera vel. Við tökum markaðsmálin að okkur fyrir fyrirtæki, búum til allt markaðsefni sem þau þurfa og fylgjum þeim áfram með veflausnum og auglýsingum,“ segir Ægir en nú þegar eru fjölmörg ánægð fyrirtæki í áskrift hjá Key of Marketing.

„Við förum djúpt í hvað virkar best fyrir hvert og eitt fyrirtæki því öll eru þau einstök og áherslurnar ólíkar; hvernig auglýsingar fá mesta athygli og hvernig á að lesa úr árangri þannig að fjármunir nýtist sem best. Það eru auðvitað margar leiðir til að gera þetta, en við gerum þetta rétt.“

Það kostar ekkert að hafa samband við Key of Marketing og alltaf heitt á könnunni þegar komið er til skrafs og ráðagerða.

Key of Marketing er í Ármúla 6. Sími 891 6630. Netfang team@keyofmarketing.com. Sjá nánar á keyofmarketing.com.