Lífið

Við erum hætt!… eða hvað?

Tónlistarfólk fær stundum algjörlega nóg af starfinu enda er engin stimpilklukka í lífi listamannsins. Þá er oft gripið til þess ráðs að leggja niður störf og finna sér annað að gera. Þó gengur ekki alltaf vel að hætta.

Frikki er líklega ekki að fara að gera þetta í síðasta skipti. Fréttablaðið/Anton Brink

Friðrik Dór heldur tónleikana Í síðasta skiptið á næstunni og eru margir aðdáendur söngvarans vafalaust að anda í brúnan bréfpoka akkúrat núna – það hljómar eins og Frikki ætli sér að spila þessa tónleika og leggja svo hljóðneman á hilluna. Það er þó alls ekki þannig – hann er aðeins á leiðinni út í nám á næsta ári og gerir ekki ráð fyrir að spila mikið á meðan því stendur. Hjúkket!

Hvenær byrja strákarnir í Quarashi aftur? Fréttablaðið/Daníel

Endalausar endurkomur

Hljómsveitin Quarashi hefur hætt svo oft í gegnum árin og komið saman aftur að það er ómögulegt að telja skiptin. Hverjir einustu tónleikar sveitarinnar síðustu sirka 10 árin hefur verið einhverskonar „reunion“ sem stendur yfir heilt sumar áður en rokkrappararnir knáu „hætta“ aftur. Við á Lífinu getum ekki beðið eftir næstu endurkomu þeirra.

Skítamórall áttu eina rosalegustu endurkomu allra tíma. Fréttablaðið/Stefán

Endurkoma aldarinnar

Hnakkakóngarnir frá Selfossi hættu árið 2000, eða fóru í ótímabundið hlé. Þetta var auðvitað mikið áfall enda var þetta á hátindi frægðar sveitarinnar og tjokkó-menningin allsráðandi hér á landi voru. Flestir landsmenn áttu einhverkonar Honda Civic eða Subaru Impreza, voru með strípur eða voru með þykkbotna Buffalo hlunka í skóhillunni. Sveitin snéri þó aftur í tæka tíð og trylltu sveitaböllin á ný. Sveitin er en á lífi og popparar nútímans sækja í brunn þeirra – til dæmis Logi Pedro í laginu 1998.

Írafár tók kommbakkið alla leið í troðfullri Hörpunni. Fréttablaðið/GVA

Nostalgísk endurkomustund í Hörpu

Önnur sveitaballahljómsveit sem hætti á hátindinum. Írafár hættu í heillangan tíma en völdu svo akkúrat rétta augnablikið til að koma aftur – nostalgían er í mikilli tísku og ákveðin kynslóð ólst upp við tónlist sveitarinnar, það var fullkomin blanda og Harpan troðfylltist á endurkomutónleikum Írafárs.

Ozzy var alveg búinn að fá gjörsamlega nóg en brjálaða lestin fór að rúlla aftur stuttu síðar. Fréttablaðið/Getty

Ozzy fær leið á fjölskyldunni

Tilkynnti sorgmæddum aðdáendum sínum að hann væri búinn að fá leið á því að vera aldrei heima hjá sér þar sem hann gæti aldrei keyrt bílinn sinn eða hitt fjölskyldu sína. Það er nú ósköp skiljanlegt, Ozzy er búinn að vera í bransanum í ein 30 ár stanslaust og virðist vera orðinn nokkuð rokkaður á líkama og sál. Hann var þó byrjaður að túra um heiminn aftur þremur árum síðar enda líklega orðinn leiður á heimilinu, bílnum og fjölskyldunni.

LL Cool J tísti um að hann væri búinn að leggja kangol hattinn á hilluna en eyddi svo tístunum og sagðist vera kominn aftur. Janette Beckman

Ekki kalla það endurkomu! Ég hætti aldrei

LL Cool J fékk nóg, loggaði sig inn á Twitter og sendi aðdáendum sínum kveðjubréfið í formi tísta um að hann væri hættur þessu rugli. Nokkrum mínútum síðar loggaði hann sig aftur inn og eyddi þessum tístum. Svo komu ný tíst í staðinn þar sem LL Cool J tilkynnti það að hann væri kominn aftur.

Jay Z gaf út sína síðustu plötu árið 2003 þar sem hann sagði bless. En hann hætti svo aldrei.

Hálfleikur Jay Z

The Black Album Jay Z kom út árið 2003 og þar sagði hann bless við bransann og „feidaði“ yfir í svart. Hann fór í mikla tónleikaferð sem átti að vera hans síðasta þar sem hann fékk með sér fjölmarga gesti til að kveðja almennilega. Síðan þá hefur hann gefið út fimm sólóplötur og fjórar plötur með öðrum listamönnum – þar á meðal plötuna Collision Course með Linkin Park ári eftir að hann „hætti.“ Þetta var kannski bara hálfleiks-pása hjá honum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Tíska

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Lífið

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Auglýsing

Nýjast

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Hin myrka hlið ástarinnar

Pottaplöntuæði runnið á landsmenn

Auglýsing