Á nýjasta vetrarbollanum í Mumin línunni má sjá mynd sem er að finna upphafssíðu skáldsögunnar. Þar má sjá Múminsnáðann með vini sínum Tikka-tú og Míu litlu þar sem þau standa við frosið hafið og horfa á sæhestinn á kraftmiklu stökki í átt að sjóndeildarhringnum.

FBL Múmin vetrarbollinn 2021 1

Gaman er að sjá hversu vel tekst til að lýsa broti úr sögunni í nýjustu línu Mumin og myndskreytingarnar fanga augað. Augnablikið þegar tunglið skein í andlit Múmínsnáðans sem hafði vaknað af vetrardvala og gat ekki sofnað aftur speglast í Mumin vetrarbollanum er lýst með eftirfarandi hætti:

„Himinn var nánast svartur en fallegur blár litur speglaðist af snjónum í tunglskininu. Sjórinn svaf værum svefni undir ísnum og dýpst niðri, við rætur jarðar, sváfu smádýrin og dreymdu vorið því áramótin voru rétt svo liðin.“

FBL Múmin vetrarbollinn 2021 2

Nú geta Múmin aðdáendur sem eru að safna vetrarbollunum bætt við safnið sitt og haldið áfram að láta sig dreyma um Múminálfalandið með heitan drykk í hönd sem yljar./Ljósmyndir aðsendar.

FBL Múmin vetrarbollinn 2021 3

Heitt súkkulaði og ljúffengar smákökur ylja á köldum vetrardögum./Ljósmyndir aðsendar.