Dagrún var með eigin rekstur í Kaupmannahöfn í sjö ár þar sem hún vann meðal annars sem einkakokkur fyrir starfsstöðvar Marel í Kaupmannahöfn.

Eftir dvölina í Kaupmannahöfn flutti hún aftur heim til Borgarfjarðar Eystra en hún er þaðan og er því komin heim aftur þar sem hún blómstra í matargerðinni og fær að njóta þess að vinna aðallega með hráefni úr firðinum.

„Hér á Blábjörg einblínum við okkur á að gera sem flest frá grunni og að notast sem mest við hráefni sem við fáum frá firðinum okkar fagra og Austurlandi,“ segir Dagrún sem segir að það sé auðvitað áskorun að fara til baka en heima sá ávallt best.

„Ég flutti heim til Borgarfjarðar Eystra eftir sjö ára dvöl í Kaupmannahöfn.Viðbrigðin að fara frá því að búa í stórborg þar sem maður fór að minnsta kosti þrisvar í viku út að borða í að búa í 80 manna þorpi þar sem eini veitingastaðurinn sem er opinn allt árið, er sá sem ég er að vinna á, var ansi mikill. Ég sakna oft fjölbreytileikans og þægindanna við að það geta pantað sér mat og fengið hann sendan upp að dyrum. En það þýðir bara að ég þarf að finna leiðir og uppskriftir þar sem ég get fengið uppáhalds matinn minn heima.“

Mánudagur – Einfaldur rækju- og hrísgrjónaréttur

„Ég, eins og ansi margir Íslendingar held ég, er ekki mikið fyrir mánudaga, þannig eitthvað auðvelt sem nýtir afganga er frábært í matinn. Best er að nota eins dags gömul hrísgrjón í stir fry og rækjurnar þiðna á 15 mínútum í köldu vatni ef þú gleymdir að taka þær út, því hver nennir að plana mánudaga of mikið.

Uppskrift hér.

Gott er að nýta afganga í matinn eins og eins dags gömul grjón.

Þriðjudagur – Þorskhnakkar frá Kalla Sveins

„Aðeins kominn í gírinn fyrir vikuna og bý að því að geta fengið nýjan fisk frá Fiskverkun Kalla Sveins hér á Borgarfirði, þannig ég reyni að hafa fisk minnsta kosti tvisvar sinnum í viku.“

Miðvikudagur - Tom Kha-Gai núðlusúpa steinliggur

„Það verður að vera einn súpudagur í viku, allavegana þegar það byrjar að kólna í veðri. Ekki betra en að henda í eina góða súpu sem mallar á eldavélinni, kveikja á kertum og horfa á storminn út. Þetta er ein af mínum uppáhalds súpu sem ég er vön að panta mér á Tælenskum veitingastöðum.“

Uppskrift má finna hér að neðan.

Einn súpudagur í viku.

Fimmtudagur – Syndsamlega góður lambapottréttur frá Marokkó

„Ég reyni að fá allt mitt kjöt beint frá býli og allt mitt lambakjöt kemur frá Njarðvík hér hjá Borgarfirði þar sem Magga og Kobbi ala lömbin upp af mikilli alúð og metnaði og er kjötið frá þeim frábært. Íslenska lambakjötið er alltaf klassískt á gamla mátann, en stundum er gaman að dressa það upp á skemmtilega máta og ferðast til annarra landa með það, með matreiðslunni.“

Gaman getur verið að dressa upp lambakjötið með réttum frá öðrum löndum.

Föstudagur – Sterkir kjúklingavængir með gráðostasósu sem rífa í

Sjá uppskrift hér

„Við vinirnir hittumst oft saman á föstudagskvöldum og horfa á fótbolta saman ef það er leikur, og þá klikka ekki góðir vængir og bjór, og þá er ekki slæmt að hafa KHB Brugghús í bakgarðinum sem bruggar geggjaðan lager bjór sem er frábært með vængjum og g

Laugardagur – Bomba að hætti Dagrúnar

„Þar sem ég vinn við að elda, þá finnst mér æðislegt að taka mér pásu þegar ég get og fara út að borða einstaka sinnum þegar tækifæri gefst. En það er alltaf gott að hittast heima fyrir eða eftir matinn og henda í nokkra kokteila og njóta. Ég er ótrúlega hrifin af Landanum okkar sem við erum að brugga í KHB Brugghúsi og er ég búin að henda öllu vodka út af heimilinu og nota bara landann í kokteilana mína, en þessi er algjör bomba og kemur nánast í staðinn fyrir eftirréttinn.“

Bomba að hætti Dagrúnar

45 ml Landi frá KHB

30 ml Tia Maria kaffilíkjör
30 ml Rjómi

Lítil Völu kókosbolla

Í lágt glas með klökum, hrærið saman Landa og Tia Maria og hellið svo rjómanum varlega yfir skeið svo að rjóminn leggist fallega ofan á drykkinn. Tyllið svo kókosbollunni fallega ofan á drykknum og njótið með vinum, eða bara ein. Ég dæmi ekki.

Alger bomba!
Mynd/Aðsend

Sunnudagur – Hinir fullkomnu snúðar

Sjá uppskrift hér.

„Best að gera sem minnst á Sunnudögum, en ef maður á að gera eitthvað, þá er alltaf góð hugmynd að baka eitthvað sætt með kaffinu.“