Lífið

Verður með mynd af drottningunni á fæðingar­deildinni

Katrín hertogaynja tekur margt táknrænt með sér á fæðingardeildina, en nú styttist í að þriðja barn hennar komi í heiminn.

Það styttist í að hjónin Katrín og Vilhjálmur komi aftur heim af fæðingardeildinni með lítið kríli. Fréttablaðið/Getty

Það þykir líklegast að hertogaynjan muni fæða barnið á sömu fæðingardeild og hin börnin tvö, Lindo Wing, en það mun ekki væsa um hana þar, enda er fæðingardeildin hlaðin lúxus.

Margar konur halda fast í hjátrú og hefðir í fæðingu, þær vilja ekki storka örlögunum með því að halda þær ekki í heiðri. Hertogaynjan er þar engin undantekning en samkvæmt heimildum enska blaðsins OK! Mun hún taka sitt lítið af hverju táknrænt með sér, líkt og hún gerði þegar að hún átti fyrri börnin tvö.

Samkvæmt heimildarmanni blaðsins þar ytra þá mun hún vera með brjóstnælu úr safni drottningar og perluband sem er í eigu móður hennar. Þrjár innrammaðar myndir, eina fjölskyldumynd, eina af drottningunni og svo mynd af fjölskyldu hennar, Middelton fólkinu.


Stóru systkinin Georg og Karlotta völdu leikföng fyrir litla barnið sem að mamma þeirra tekur með á fæðingardeildina.

Stóru systkinin, Georg prins sem verður fimm ára í sumar og Karlotta systir hans sem verður þriggja ára í maí völdu nokkur uppáhaldsleikföng fyrir litla barnið sem að mamma þeirra tekur með sér á spítalann.

Vilhjálmur prins eiginmaður Katrínar hugsar vel um konuna sína og færir henni uppáhalds ilmkertið hennar sem er vanillu kerti. Katrín gerir greinilega ráð fyrir því fæðingin muni taka nokkurn tíma og verður því vopnuð leskyndli með öllu því nýjasta og besta sem að bókaútgáfur í Bretlandi hafa upp á bjóða.

Það er enn allt huldu með það hvenær raunverulega er von á krílinu en það styttist óðum, hver veit nema að drottningin fái barn í afmælisgjöf því að hún á afmæli þann 21. apríl.

Vilhjálmur prins færir eiginkonu sinni alltaf ilmkerti með vanillulykt sem að hún hefur hjá sér í fæðingunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Katrín Middleton blómstrar á meðgöngunni

Lífið

Á Kate von á tvíburum?

Menning

​Þór­dís nýtt Leik­skáld Borgar­leik­hússins

Auglýsing

Nýjast

„Lewis Hamilton dúfna“ selst á metfé

Kit Har­ingt­on í ein­læg­u við­tal­i um lok Game of Thron­es

Fólk verður ekki „full­orðið“ fyrr en á fer­tugs­aldri

Ræða hvað­a per­són­a mynd­i fylgj­a með á eyð­i­eyj­u

Bear Grylls í nýjum gagn­virkum þáttum á Net­flix

Raun­v­er­u­­leik­a­­stjarn­a hand­­tek­in fyr­ir fíkn­i­efn­a­vörsl­u

Auglýsing