Rithöfundurinn Tracy Cox óskaði eftir sögum frá fólki um vandræðalegustu atvikum sem þau hafa lent í kynlífi á miðli sínum. Hún fékk nokkrar sendar sem eru án efa afar óþægilegar.
Magakveisa í kynlífi
Einn fylgjandi Cox deildi með henni sögu frá rómantískri ferð til eyjunnar Balí sem fór verr en hann hafði hugsað sér.
„Kærastan mín vissi ekki að hún hefði fengið Bali Belly, sem er magapest af því að borða götubita. Hún vildi ekki eyðileggja rómantíkina og viðurkenna pestina, svo hið ólýsanlega gerðist þegar ég var að gefa henni munnmök,“ upplýsir hann.
Grátandi bólfélagi
„Ég var nýlega skilin og var spennt að fara heim með hverjum. Ég hitti heitan gaur á bar sem ég fór með heim. Kynlífið var frábært en strax eftir brast hann í grát. Þá kom í ljós að hann hafði rifist við kærustuna sína og fengið samviskubit yfir því sem hann hafði gert.“
Svæsið hóstakast
„Ég fékk einu sinni mjög svæsið hóstakast í miðju kynlífi. Bólfélaginn þrýstist ekki bara út úr mér á ögurstundu heldur pissaði ég líka á mig.“
Eiginmaðurinn kom að mér með öðrum
„Ég var búin að ákveða að fara frá eiginmanni mínum en var ekki búin að segja honum það. Hann ætlaði að eyða helginni með félögum sínum en kom óvænt heim og kom að mér stnda kynlíf, í hjónarúminu, með vini mínum. Hann kveikti ljósið, horfði á okkur í smástund en slökkti svo ljósið og lokaði dyrunum. Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið.“
Allt í blóði
„Ég fór heim með stelpu sem ég hafði aldrei hitt áður og hún veitti mér munnmök. Ég fann fyrir undarlegum sársauka meðan á tottinu stóð en það kom samt ekki í veg fyrir að ég fengi fullnægingu. Þegar við kveiktum ljósin fengum við bæði áfall. Það var allt í blóði. Í ljós kom að tönn í henni hafði leikið forhúðina grátt og hún var eitt stórt sár á eftir.“