Tryggingafyrirtækið setti saman lista yfir frægustu skartgripina sem hafa sést í kvikmyndum og sjónvarpi og fengu svo skartgripaverslunina Queensmith til að meta verðgildi gripanna.

Queensmith komst að þeirri niðurstöðu að hálsmenið sem tilheyrði persónu Kate Winslet, Rose DeWitt Bukater, væri það verðmætasta, en það var metið á rétt tæplega 640,5 milljónir dollara. Hjarta hafsins var með bláan 56 karata hjartalaga demant, sem var innblásinn af Hope-demantinum.

Hjarta hafsins úr Titanic

Toussaint-hálsmenið úr Ocean's 8

Í öðru sæti var Toussaint-hálsmenið sem persóna Anne Hathaway, Daphne Kluger, bar í kvikmyndinni Ocean‘s 8, frá árinu 2018. Menið var með rúmlega 136 karata demant og það var metið á rúmlega 192 milljónir dollara. Hálsmenið var endurgerð af hálsmeni sem var til á 20. öld.

Menið sem Anne Hathaway bar í myndinni Ocean's 8 var með rúmlega 136 karata demant og það var metið á rúmlega 192 milljónir dollara
Mynd: Warner Bros

Tiffany demantshálsmenið úr Death on the Nile

Í þriðja sæti var gult 128 karata demantshálsmen sem persóna Gal Gadot, Linnet Doyle, bar í kvikmyndinni Death on the Nile, sem kom út á þessu ári. Það var metið á tæplega 38,5 milljónir dollara. Menið var endurgerð á hinum þekkta gula Tiffany-demanti.

Rándýrt demantshálsmen sem Gal Gadot bar í myndinni Death on the Nile.
Mynd: 20th Century Studios

Trúlofunarhringarnir tveir

Þegar kom að skartgripum úr sjónvarpi var niðurstaðan jafntefli milli trúlofunarhrings Blair Waldorf úr Gossip Girl og trúlofunarhrings Díönu prinsessu úr The Crown. Báðir voru metnir á rétt tæplega 641 þúsund dollara.

Trúlofunarhringur Blair Waldord úr Gossip Girl.
Mynd: Warner Bros
Trúlofunarhringur Díönu prinsessu úr þáttunum The Crown.
Mynd: Netflix