Sea Lava Circle er sýning í i8 Galleríi Tryggvagötu. Á sýningunni er úrval verka úr safni þeirra Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, söfnun sem spannar fimm áratugi. Náið samband þeirra hjóna við listamenn varð kveikjan að safni þar sem finna má skúlptúra, málverk, ljósmyndir og verk á pappír, en leiðarstef söfnunarinnar var mínimalísk fagurfræði og áhugi þeirra hjóna. Sýningarheitið Sea Lava Circle er fengið úr skúlptúr eftir Richard Long sem er þungamiðja sýningarinnar.

Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Alan Johnston, Alan Uglow, Birgir Andrésson, Carsten Höller, Celeste Boursier-Mougenot, Donald Judd, Dorothy Iannone, Gerwald Rockenschaub, Guðmunda Andrésdóttir, Hörður Ágústsson, Ingólfur Arnarsson, Jeffrey Vallance, Jóhann Eyfells, Kristján Guðmundsson, Lawrence Weiner, On Kawara, Richard Long, Roger Ackling, Roman Signer, Roni Horn, Sarah Lucas og Sigurður Guðmundsson.

Sýningin stendur til 30. júlí. Opið er miðvikudaga til laugardaga 12-17.