Lífið

Verk og vit er mikilvæg fagsýning

KYNNING BYKO er ein þekktasta byggingavöruverslun landsins og býður upp á afar breitt vöruval. Fyrirtækið er einn af samstarfsaðilum stórsýningarinnar Verk og vit.

„Með þátttöku á sýningunni fáum við gott tækifæri til að hitta viðskiptavini okkar víða að úr byggingariðnaðinum, auk þess að hitta einstaklinga sem eru í framkvæmdahugleiðingum,“ segir Árni Reynir Alfredsson, markaðsstjóri BYKO. MYND/STEFÁN

Við hjá BYKO lítum svo á að Verk og vit sé kjörinn vettvangur til að kynna okkar helstu vörur og þjónustu, auk þess að vekja athygli á spennandi nýjungum. Með þátttöku á sýningunni fáum við gott tækifæri til að hitta viðskiptavini okkar víða að úr byggingariðnaðinum, auk þess að hitta einstaklinga sem eru í framkvæmdahugleiðingum,“ segir Árni Reynir Alfredsson, markaðsstjóri BYKO, en þetta er í fjórða sinn sem sýningin er haldin.

Með frá upphafi

„Við höfum verið með frá upphafi, enda um að ræða mikilvæga fagsýningu fyrir byggingariðnaðinn í heild sinni. Ráðgjafar BYKO verða á svæðinu allan sýningartímann. Þeir verða tilbúnir til skrafs og ráðagerða, hvort sem þörf er á ráðleggingum vegna kaupa á nýju grilli, smíði á palli fyrir sumarið eða stærri verkefna eins og byggingar á nýju húsnæði,“ segir Árni.

Fyrirtæki í fararbroddi

Hjá BYKO starfar reynslumikið starfsfólk sem hefur gert fyrirtækinu kleift að vera í fararbroddi hvað varðar heildarlausnir og nýjungar í byggingariðnaði, að sögn Árna. „Viðskiptavinir okkar njóta góðs af margra ára reynslu okkar og geta verið vissir um að við leggjum okkur fram um að finna bestu lausnina hverju sinni,“ segir hann en á sýningunni verða m.a. kynntar sérlausnir á sölu- og markaðssviði BYKO.

„Sú þjónusta er ætluð þeim sem tengjast hönnun eða verklegum framkvæmdum á einn eða annan hátt, hvort sem þær eru stórar eða smáar. Hjá BYKO fæst allt sem til þarf, hvort sem það er timbur, lagnavörur, gluggar, steinull, klæðningar eða þakefni; með öðrum orðum allt frá skrúfu að fullbúnu húsi,“ segir Árni.


Hjá BYKO fæst allt frá skrúfu að fullbúnu húsi.

Fagleg ráðgjöf

„Þarfir viðskiptavina okkar eru ólíkar en þegar leita þarf lausna vinnum við eftir kjörorðinu okkar „Gerum þetta saman“. Starfsfólk BYKO leggur sig fram um að vita hvað viðskiptavinurinn vill og er í stakk búið að gefa honum góð ráð, hvort sem um er að ræða lausnir á einhverjum vandamálum eða ábendingar um það nýjasta sem er í boði á markaðnum. Ráðgjöfin getur verið af ýmsum toga, svo sem reikna út efnisþörf, hjálpa til við efnisval og svara öllum þeim spurningum sem húsbyggjendur standa frammi fyrir. Þessi ráðgjöf er okkar viðskiptavinum að kostnaðarlausu,“ upplýsir Árni.

Allt til innréttinga

Í BYKO fæst allt sem þarf til innréttinga, t.d. parket, flísar og hreinlætistæki og nýlega hóf fyrirtækið einnig að bjóða fullbúnar eldhúsinnréttingar frá hinum þekkta framleiðanda JKE Design. „Þá má nefna að BYKO útvegaði byggingarefnið í fyrsta Svansvottaða húsið sem reist var á Íslandi við Brekkugötu 2 í Garðabæ en það var mjög spennandi verkefni,“ segir Árni.

Kynna nýjungar

Á sýningarsvæði BYKO verður hægt að sjá það allra nýjasta í byggingariðnaðinum en fyrirtækið kappkostar að bjóða alltaf það nýjasta og besta sem völ er á hverju sinni.

„Við hjá BYKO erum full tilhlökkunar að hitta viðskiptavini á Verk og vit sýningunni og fá tækifæri til að kynna þeim það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Árni að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Frískandi eftirréttir í brúðkaupið

Lífið

Tölurnar á bak við brúð­kaup aldarinnar

Auglýsing

Nýjast

Bitist um fyrsta hamborgarann

Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði

Fólk velur að eiga gott hjónaband

Glasafrjóvgun í Prag skilaði tvíburum

Selma Björns­dóttir leik­stýrir ást­föngnum Shakespeare

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Auglýsing