Ást­ríður Viðars­dóttir tók að sér að verða full­trúi hópsins sem dreginn var síðastur í bólu­setningar­lottói dagsins. Hún var hress í bragði þegar Frétta­blaðið sló á þráðinn til hennar og segir að þetta hafi ekkert komið sér á ó­vart - 1985 ár­gangurinn sé sá allra hraustasti og þetta hljóti að hafa verið með ráðum gert.

Ár­gangar voru dregnir út af Ragn­heiði Er­lends­dóttur, fram­kvæmda­stjóra hjúkrunar í morgun. Eins og Frétta­blaðið greindi frá voru Ís­lendingar mis­hressir eftir dráttinn. Einn lýsti því þannig að hann myndi slökkva ljósin í Laugar­dals­höllinni.

Sá sem það sagði verður þó bólu­settur á undan einum hóp. Það eru konur fæddar árið 1985. Ást­ríður er hvergi bangin og segist hafa verið á fundi þegar dregið var í morgun.

„Ég hugsaði svona: „Jess! Það er að koma að þessu!“ Kíki svo og fæ bara sjokk,“ segir hún engu að síður hlæjandi. „Við erum náttúru­lega síðastar í röðinni og það er af því að fólk veit að við erum hraustasti ár­gangurinn sem sést hefur á Ís­landi. Ég tek þessu bara sem hrósi,“ segir Ást­ríður og skellir upp­úr.

Hún segist hafa hugsað hversu dæmi­gert það væri að sinn ár­gangur myndi enda síðastur. Svo hafi raun­veru­leikinn bankað á dyrnar.

Að öllu gamni slepptu segist Ást­ríður fegin því að vita hve­nær hún kemst loksins í bólu­setningu. „Ég er á­nægð og í raun bara glæsi­legt,“ segir hún.

Að­spurð að því hvort hún undir­búi sig and­lega með ein­hverjum hætti undir stóru stundina í Laugar­dals­höll segist Ást­ríður vera að fara í fyrstu veiði­ferðina á sama tíma, þriðju vikuna í júní.

„Þetta er sko fyrsta veiðin mín, þannig raun er ég að fara að fagna. Mögu­lega verð ég að bíta í maríu­laxinn. Það er stóra sneiðin,“ segir Ást­ríður létt í bragði.