Japanska leik­kona Yuko Takeuchi fannst látin á heimili sínu í Tókýó í gær. Yuko var fer­tug en hún var þekkt leik­kona í Japan þar sem hún kom fram í þáttum og kvik­myndum. Þá lék hún í þáttunum Miss Sher­lock sem sýndir voru í Banda­ríkjunum.

BBC greinir frá and­láti Yuko, en í fréttinni kemur fram að flest bendi til þess að hún hafi svipt sig lífi. Var það eigin­maður hennar, leikarinn Taiki Naka­ba­yashi, sem fann hana á heimili þeirra í Shibu­ya Ward. Yuko og Taiki áttu tvö börn saman.

Yuko var marg­verð­launuð leik­kona og var hún til dæmis valin besta leik­konan í aðal­hlut­verki á japönsku kvik­mynda­verð­laununum þrjú ár í röð frá 2004 til 2006.