Það verða svo sannar­lega engir auk­visar sem þreyta munu frum­raun sína á hvíta tjaldinu í kvik­myndinni Space Jam 2, sem svo margir bíða eftir með mikilli eftir­væntingu, ef marka má fréttir í­þrótta­blaða­manna vestan­hafs.

Um er að ræða sjálf­stætt fram­hald af myndinni geysi­vin­sælu sem kom út árið 1996 og skartaði meðal annars körfu­bolta­snillingnum Michael Jordan.

Greint hefur verið frá því að Lebron James, besti leik­maður NBA-deildarinnar til fjöl­margra ára, muni fara með aðal­hlut­verkið en Loon­ey Tunes-teikni­mynda­fígúrurnar með Kalla kanínu í broddi fylkingar verða einnig á sínum stað.

Damian Lillard og Anthony Davis í baráttunni á vellinum.
Fréttablaðið/Getty

En nú greinir Shams Charania, blaða­maður The At­hletic og Stadium, að þeim til við­bótar verði nokkrir af bestu körfu­bolta­leik­mönnum heims, bæði úr karla- og kvenna­boltanum.

Má þar nefna Ant­hony Davis, verðandi sam­herja Lebron hjá Los Angeles Lakers, Damian Lillard, leik­stjórnanda Port­land Tra­il Blazers og Klay Thomp­son, skot­ba­k­vörð Golden Sta­te Warri­ors.

Þá standi til að þær Diana Taurasi úr liði Phoenix Mercury, Nneka Ogwu­mi­ke og Chin­ey Ogwu­mi­ke úr WNBA-deildinni komi fram í myndinni.

Nneka Ogwumike og Diana Taurasi eru meðal bestu leikmanna WNBA-deildarinnar.
Fréttablaðið/Getty

Í fyrri myndinni, þeirri frá 1996, voru leik­mennirnir Larry Bird, Charles Barkl­ey, Shawn Bradl­ey, Pat­rick Ewing, Larry John­son og Muggsy Bogu­es Michael Jordan, Kalla kanínu og fé­lögum til halds og trausts. Þá brá leikurunum Bill Murray og Wa­yne Knight einnig fyrir.

Kvik­mynda­tökur hefjast í sumar en á­ætlað er að myndin komi út að tveimur árum liðnum, í júlí 2021.