„Ég man að ráðgjafinn minn sagði mér það þegar hann kvaddi mig í meðferð í útlöndum að hann teldi að ég væri þannig týpa að mér myndi ekki takast að hætta þessu nema að viðhalda hræðslunni við það að falla og það hef ég gert með því að sækja fundi og hlusta á reynslusögur annarra,“ segir Páll Magnússon alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttastjóri í viðtali við Sigmund Erni í þættinum Mannamáli í kvöld á Hringbraut.

20 ára edrúafmæli

Í sumar „ef guð lofar“, eins og Páll orðar það, hefur hann verði edrú í 20 ár en hann fór í áfengismeðferð árið sama ár og árásin 11.september varð á tvíburaturnana og segist muna edrúárið sitt vel þess vegna. Ekki hafi þó allir áttað sig á áfengisvandanum sem hann átti við að stríða en Páll tekur undir að það verði að halda í ákveðinni hræðslu til að vera edrú. „Jú ég verð alla vega að gera það,“ er svarið.

Að mæta á fundi með öðrum alkóhólistum sem þjóðfrægur Íslendingur segir Páll ekkert stórmál. „Mér finnst allir vera eins á þessum fundum, þetta er sama sagan og samstofna reynsla skulum við segja, sem allir hafa og hafa sameiginlega þarna inni og skiptir þá eiginlega ekki máli staða aða starf. Þú klæðir þig úr því þegar þú ferð inn á svona fund.“

Páll Magnússon ræði í þættinum um svekkelsið yfir því að fá ekki ráðherraembætti, klofning Sjálfstæðisflokksin í Eyjum þar sem hann á sínar rætur, samheldni eyjasamfélagsins og hina persónulegur heift sem því fylgir lka auk þess sem hann segir sína skoðun á Ríkisútvarpinu sem hann stýrði um árabil.

Mannamáli hjá Sigmundi Erni í kvöld er á Hringbraut Kl. 20