Áttundi og síðasti þáttur Ver­búðarinnar var sýndur á RÚV í kvöld. Ljóst er að margir munu sakna þess að setjast fyrir framan sjón­varpið á sunnu­dags­kvöldum yfir ævin­týrum út­gerðar­vinanna Hörpu, Gríms, Frey­dísar, Einars og Jóns Hjalta­lín, enda senni­lega fáir þættir sem hafa sam­einað þjóðina á jafn af­gerandi hátt.

Net­verjar kepptust við að lýsa yfir á­nægju sinni með þættina á Twitter og vildu sumir jafn­vel meina að um há­punkt ís­lenskrar sjón­varps­sögu væri að ræða.

Ekki voru þó allir á sömu skoðun en Twitter-notandinn Björn Frið­geir Björns­son velti til að mynda upp spurningunni hvort dramað hafi verið of lítið og pólitíkin of mikil:

„Að­eins of lítið drama, að­eins of mikil pólitík? Bara eigin­lega að­eins of ís­lenskt? Gátu þeir ekki látið hann stinga skóflunni gegnum tærnar af geðs­hræringu eða eikkað?“ tísti hann.

Hér að neðan má sjá úr­val af við­brögðum ís­lenska Twitter-sam­fé­lagsins við loka­þætti Ver­búðarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.