„Frétt þessarar nokkuð stuttu viku er þetta ríjúníón Rannsóknarskýrslu Alþingis sem þeir buðu upp á, Bankasýslan og verðbréfasviðin, í armslengd frá fjármálaráðherra,“ segir Helgi.

„Það að Ríkisendurskoðun hafi svo verið sett í hurðina var líka góður díteill. Verbúðin setti standard fyrir svona períódur,“ segir hann.

Hér vísar Helgi Seljan til eftirmála bankahrunsins og dregur upp samlíkingu við nýlega sölu á stórum hluta af eign ríkisins í Íslandsbanka, sem sætt hefur harðri gagnrýni.

Ríkisendurskoðun hefur nú hafið rannsókn á umgjörð sölu hlutabréfanna í Íslandsbanka og er niðurstöðu að vænta í júní.

Stjórnarandstaðan á Alþingi vildi hins vegar að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd þingsins til að fara í gegnum söluferlið, en stjórnarflokkarnir felldu þá tillögu. n