Fjölskylduvandræði Meghan Markle hertogaynju hafa ratað eina ferðina enn í fjölmiðla og í þetta sinn beinist kastljósið að verðandi mágkonu hennar sem var handtekin á föstudaginn var vegna gruns um líkamsárás. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Darlene Blount er ákærð fyrir hættulega líkamsárás, en hún er trúlofuð Thomas Markle Jr. hálfbróður hertogaynjunnar.

Lögreglan var kölluð að heimili þeirra Darlene og Thomasar síðastliðinn föstudag vegna gruns um heimilisofbeldi og var Darlene handtekin í kjölfarið og látin dúsa í fangaklefa yfir nóttina. Þau skötuhjú hafa áður komist í fréttirnar vegna drykkjuláta og ofbeldishegðunar.

Hegðun föðurfjölskyldu Meghan Markle leggst þungt á hertogaynjuna en hún þegir enn þunnu hljóði og virðist vera staðráðin í að leysa málið fjarri kastljósi fjölmiðlana.