Lífið

Verðandi mág­kona Meg­han hand­tekin

Það er endalaust vesen og vandræði í Markle fjölskyldunni.

Hertogaynjan er þreytt á endalausum fréttaflutningi af vandræðum föðurfólks hennar í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/Getty

Fjölskylduvandræði Meghan Markle hertogaynju hafa ratað eina ferðina enn í fjölmiðla og í þetta sinn beinist kastljósið að verðandi mágkonu hennar sem var handtekin á föstudaginn var vegna gruns um líkamsárás. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Darlene Blount er ákærð fyrir hættulega líkamsárás, en hún er trúlofuð Thomas Markle Jr. hálfbróður hertogaynjunnar.

Verðandi mágkona Meghan heitir Darlene Blount og er 37 ára gömul, hún er unnusta Thomas Markle hálfbróður Meghan. Hún hefur áður komist í kast við lögin. Fréttablaðið/Instagram

Lögreglan var kölluð að heimili þeirra Darlene og Thomasar síðastliðinn föstudag vegna gruns um heimilisofbeldi og var Darlene handtekin í kjölfarið og látin dúsa í fangaklefa yfir nóttina. Þau skötuhjú hafa áður komist í fréttirnar vegna drykkjuláta og ofbeldishegðunar.

Hegðun föðurfjölskyldu Meghan Markle leggst þungt á hertogaynjuna en hún þegir enn þunnu hljóði og virðist vera staðráðin í að leysa málið fjarri kastljósi fjölmiðlana.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

„Lofaðu mér að leggja aldrei hendur á dóttur mína“

Lífið

„Pabbi Meghan er bara fyllibytta"

Lífið

Meghan alveg eyðilögð

Auglýsing

Nýjast

Fræga fólkið í dag og fyrir tíu árum

Ís­lendingar rasandi á Twitter eftir Kast­ljós í gær

Litlu upp­lifanirnar gefi lífinu mesta gildið

Vegan Jambalaya Huldu B. Waage

Á­hrifa­valdur segist ekki hafa ætlað að blekkja neinn

Sverrir klippti hnakka í Bird Box stíl

Auglýsing