Útvarps- og hlaðvarpsstjarnan Vera Illugadóttir virðist vera tilbúin til að hefja nýjan kafla í sínu lífi, en hún hefur sett 55 fermetra íbúð sína við Leifsgötu í sölu. Á Facebook-síðu sinni segir hún að íbúðin sé indæl og þaðan sé stutt að fara í bæði sund og messu, „og á Landsspítalann ef svo ber undir.“

Í auglýsingunni segir að um sé að ræða vel staðsetta eign í fallegu húsi sem er „byggt í þeim sérstaka stíl“ sem einkenni Leifsgötuna. Gengið sé inn í sameign í gegnum eikardyr og gamall fallegur viðar handlisti leiði mann upp á þriðju hæð þar sem íbúðin er staðsett. Inni í íbúðinni taki á móti manni rúmgóð stofa með stórum glugga sem vísar í suður. Eldhúsið sé rúmgott með hvítri innréttingu og glugga sem vísi til norðurs.

Framkvæmdir hafa verið á húsinu að utan en þeim á ljúka nú í janúar. Íbúðin sjálf er rúmir 52 fermetrar en geymsla í risi er þrír fermetrar.

Hér má sjá hvað eldhúsið er rúmgott
Björt stofa
Rúmgott svefnherbergi