Ís­lendingar lýsa auka­verkum og veikindum í kjöl­far bólu­setningar með bólu­efni Jans­sen, sem fram fór í stórum stíl í Laugar­dals­höll í gær. Fjöl­margir Twitter not­endur lýsa auka­verkunum sem fóru að hrjá þau í gær­kvöldi og ljóst að margir eru enn veikir í morgun.

„Ég hef aldrei séð manninn minn svona veikan,“ skrifaði Karen Kjartans­dóttir, fyrrum fram­kvæmdar­stjóri Sam­fylkingarinnar, á Twitter þræði þar sem fjallað var um auka­verkanir bólu­efnisins.

Margir lýstu því að hafa fengið hita, bein­verki, þorsta, þreytu, svefn­örðug­leika og enn aðrir greindu frá al­geru mátt­leysi í morgun.

Leik­skólar á höfuð­borgar­svæðinu hafa hvatt for­eldra til að halda börnum sínum heima í dag þar sem stór hluti starfs­fólksins er veikt heima. Kennarar og leik­skóla­starfs­menn fengu boðun í bólu­setningu Jans­sen í gær og svo virðist sem meira en helmingurinn þurfi að halda sér heima í dag.