Fólk

Veik fyrir kjólum

Margrét Eymundardóttir, kennari og umhverfisfræðingur, hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum. Hún hrífst af sterkum litum og fallegum mynstrum þótt erfitt geti verið að láta slík föt passa saman.

Margrét hrífst af fallegum og einstökum flíkum með sögu, sem vekja jafnvel upp minningar. MYNDIR/ANTON BRINK

Margrét Eymundardóttir hefur skemmtilegan fatastíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún segist oft kaupa föt hjá Rauða krossinum og Hjálpræðishernum.

„Ég kaupi föt og gef þau síðan oft aftur. Ef það á að vera eitthvert vit í allri þessari fataframleiðslu þá þarf að vera hringrás, að gefa og þiggja. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fötum, sniðum, litum og áferð. Í þessum búðum ægir öllu saman og það er skemmtilegt að skoða. Best væri að láta það nægja en stundum kaupi ég eina og eina flík. Það spillir ekki fyrir að með því að kaupa notað og endurnýta finnst mér ég hafa einhvern hemil á vistsporinu mínu.“

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? 

„Ég hrífst af fallegum og einstökum flíkum með sögu, sem vekja jafnvel upp minningar. Stundum klæða þær mig vel og þá finnst mér ég fín. Það er lykilatriði hjá mér að finnast ég sjálf vera fín og ekki síst að vera ég sjálf. Stundum þegar ég máta fjöldaframleiddan tískufatnað finnst mér þau vera fín en ég ekki vera ég þegar ég klæðist honum, skilurðu?“

Ertu búin að kaupa þér jólakjólinn og hvernig er hann?

„Ég fann einn mjög fallegan um daginn. Hann er fallega gulgrænn. Hressandi litur sem ég laðaðist að á einhvern hátt.“

Fylgistu með tískustraumum?

„Já, já, ég veit alltaf hvað er í tísku þó svo að ég sé ekkert að eltast við hana. Stundum er eitthvað í tísku sem mér finnst frábært og þá kaupi ég það kannski.“

Hvað flík er í uppáhaldi?

„Uppáhaldsfötin mín eru þægilegu fötin; gallabuxurnar, bolir úr bómull og hlýjar peysur úr ull en veikust er ég fyrir kjólum. Ég á alls kyns kjóla, sumir eru listaverk.“

En skór?

„Já, talandi um list þá eru fallegir skór tær list.“

Notar þú fylgihluti?

„Já, ég er hrifnust af litríkum þjóðlegum skartgripum og fylgihlutum, héðan og þaðan úr heiminum.“

Áttu þér uppáhaldsfatahönnuð?

„Nei, eiginlega ekki en ég hrífst af mörgum, t.d. Vivienne Westwood vegna þess að mér finnst hún tjá skoðanir sínar með fötum.“

Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku?

„Ég hrífst mjög af sterkum litum og fallegum mynstrum. Stundum getur verið snúið að láta slík föt passa saman.“

Bestu og verstu fatakaupin?

„Bestu eru þau síðustu, græni kjóllinn, og verstu gleymast jafnóðum. Á maður nokkuð að muna svoleiðis?“

Jólakjóllinn er í fallegum lit en Margrét keypti hann í verslun Rauða krossins.
Ef það á að vera eitthvert vit í allri þessari fataframleiðslu þá þarf að vera hringrás, að gefa og þiggja, að sögn Margrétar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tíska

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Tíska

Líkt við Gaultier og Galliano

Fólk

Hlaupastíllinn getur komið þér lengra

Auglýsing

Nýjast

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Auglýsing