Vatns­dropinn, nýtt al­þjóð­legt menningar- og náttúru­vísinda­verk­efni sem Kópa­vogs­bær á frum­kvæði að, hlaut ný­verið 32 milljóna króna styrk úr Erasmus+. Alls hefur Vatns­dropinn því hlotið 64 milljóna króna styrktar­fé.

Vatns­dropinn er um­fangs­mikið sam­starfs­verk­efni Menningar­húsanna í Kópa­vogi, Múmín­álfa­safnsins í Finn­landi, Ilon’s Wonder­land í Eist­landi og H.C. Ander­sen-safnsins í Dan­mörku. Megin­þráður Vatns­dropans er að tengja saman boð­skap og gildi heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna við sí­gild verk barna­bóka­höfundanna Tove Jans­son, höfundar Múmí­nálfanna, Astrid Lind­gren og H. C. Ander­sen.
Eitt af mark­miðunum með Vatns­dropanum er að nýta efni­við heims­mark­miðanna og skáld­verkanna til að þróa nýja að­ferða­fræði við gerð fræðslu­efnis fyrir börn sem heim­sækja söfn. Af­rakstur verk­efnisins mun einnig birtast í vinnu­stofum, nám­skeiðum og sýninga­haldi undir stjórn barna.

Á Barna­menningar­há­tíð í Kópa­vogi 2021 verður við­burða­dag­skrá tengd Vatns­dropanum. Fyrsta sýning undir merkjum Vatns­dropans verður svo opnuð í júní 2021 í Gerðar­safni á Al­þjóð­legum degi um­hverfis og eru það börn á aldrinum níu til tólf ára frá sam­starfs­löndunum fjórum sem stýra sýningunni, undir sýningar­stjórn Chus Mar­tínez, list­fræðings og sýningar­stjóra, og fag­fólks í hverju landi fyrir sig.