Tíska

Varúð! Crocs-skórnir eru að koma aftur

Crocs-sandalarnir umdeildu hafa notið fádæma lýðhylli þrátt fyrir að vera almennt taldir með allra ljótasta skótaui þessarar aldar. Crocs hafa þó heldur verið víkjandi á síðustu árum en nú eru blikur á lofti og þeir seljast eins og heitar lummur á eBay.

Þægindi framyfir stíl? Crocs virðast ætla að vera í tísku í sumar. Nordicphotos/Getty

Crocs-sandalarnir hafa verið umdeildir frá því þeir voru fyrst kynntir til sögunnar 2002. Gróflega má áætla að þeir misbjóði fegurðarskyni hálfrar heimsbyggðarinnar svo harkalega að óhætt er að tala um hatur á fyrirbærinu í því sambandi.

Tölurnar tala þó sínu máli og í fyrra höfðu í það minnsta 300 milljón pör af þessu furðuverki selst víða um heim. Sjálfsagt er meirihluti kaupenda fólk sem tekur þægindi framyfir stíl.

Hvað sem öllum slíkum vangaveltum líður bendir margt til þess að Crocs-skórnir séu að komast aftur í tísku með talsverðu trukki. Þannig greindi uppboðsvefurinn eBay nýlega frá því að í apríl hafi Crocs verið slegið 25.000 sinnum upp í leitarvél vefsins.

Ljóst þykir að fjöldi Breta hefur hug á að koma sér í Crocs fyrir sumarið en í síðasta mánuði seldust tæplega 15.000 pör á vefnum sem jafngildir því að um það bil 20 pör hafi selst á klukkustund.

10 sentimetra upphækkun Balenciaga á Crocks virðist hafa gert kraftaverk. Mynd/Balenciaga

Þessar endurnýjuðu vinsældir skónna eru helst raktar til þess að hátískuhönnuðir og tískuhús hafa undanfarið leikið sér með Crocs-hönnunina. Þannig sendi tískuhúsið Balenciaga sína útgáfu af Crocs snemma á þessu ári.

Helsta breytingin er hressileg 10 sentimetra upphækkun þannig að um einhvers konar „platform“ útgáfu af sandölunum er að ræða. Balenciaga-útgáfan seldist upp þegar hún var kynnt til sögunnar þrátt fyrir að herlegheitin væru ekki á neinu útsöluverði. Parið kostar 850 dollara eða tæpar 89 þúsund íslenskra krónur.

Rapparinn og hönnuðurinn Kanye West deildi í apríl mynd af bláum skóm sem hann kallar „Yeezy slides“ og þykja minna ískyggilega á Crocs. Svo mjög að fólk fór strax að gera grín að þessum líkindum og þannig fékk West til dæmis þessa athugasemd:

„Það er ekki hlaupið að því að gera ljótari skó en Crocs en ég held að þér hafi tekist það!“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Glamour

Vinsælustu skórnir í dag

Fólk

Frjáls­leg og fín í sandölum í Adidas-brúð­kaupinu mikla

Tíska

Hildur Yeoman í Hong Kong

Auglýsing

Nýjast

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Auglýsing