Filippus prins, drottningar­maður til 73 ára varð einungis reiður í eitt skipti vegna drama­þáttanna um bresku konungs­fjöl­skylduna The Crown á Net­flix.

Þetta segir Guð­ný Ósk Lax­dal, sér­fræðingur í bresku konungs­fjöl­skyldunni en hún er gestur í fyrsta þætti af Crown­varpinu, við­hafnar­hlað­varpi Frétta­blaðsins um fimmtu seríu af The Crown.

„Filippus varð mjög reiður eftir eina seríu, mig minnir að það hafi verið sería 2 þegar systir hans dó í sorg­legum at­burði,“ segir Guð­ný.

Eldri systir Filippusar, Cecilía lést í flug­slysi í nóvember árið 1937. Hún var þar á­samt fjöl­skyldunni sinni á leið í brúð­kaup í London og virðist Cecilía hafa eignast barn í flug­vélinni sem hrapaði vegna veðurs í Belgíu með þeim af­leiðingum að allir í flug­vélinni létust.

„Í The Crown er þetta sett upp eins og þau hafi verið á leið til Filippusar að heim­sækja hann af því að honum hafi liðið illa í skólanum. Hann varð mjög reiður yfir þessu og fór til lög­fræðings að at­huga að kæra þetta.

Það var hins­vegar talið flókið mál, enda tækni­lega séð skáld­skapur og mottó konungs­fjöl­skyldunnar er „N­e­ver complain, n­e­ver explain“ svo það var hætt við. En þetta var næsta því sem breska konungs­fjöl­skyldan komst því að kæra Net­flix vegna þáttanna.“

Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er mættur á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins.