Umsjónarkonur Kvennaklefans fengu aðventugjöf frá Hermosa, sem er dagatal með alls konar hjálpartækjum ástarlífsins.

Í þætti kvöldsins á sjónvarpsstöðinni Hringbraut opna þær nokkra glugga því forvitnin er alveg að fara með þær. Þó þær telji sig nokkuð framarlega á merinni þegar kemur að unaði var ýmislegt sem þær voru að sjá í fyrsta skipti og sem betur fer voru skýringarbæklingar með sumu dótinu.

Kvennaklefinn er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, miðvikudag kl. 20:00.