Frakkinn Pi­er­re-Antoine Guill­otte gekk hringinn í kringum Ís­land í ferðalagi sem hófst í ágúst síðastliðnum og lauk hann hringnum nú í janúar. Á­kvörðunina um ævin­týra­legt ferða­lag sitt til landsins tók hann þegar hann var í hjóla­stól eftir al­var­legt slys. Pi­er­re opnar sig um ferða­lagið á ferða­frétta­síðunni Positi­vely Scottish.

Þar lýsir hann því hvernig ferða­lagið hafi verið draumur frá barn­æsku. Hann stundaði nám við Parísar­há­skóla í hag­fræði til ársins 2018 þar til hann áttaði sig á því að hann væri í rangri hillu í lífinu. Þá ferðaðist hann til Ástralíu og Nýja-Sjá­lands með kærustunni, þar sem hann datt af kletta­brún og brotnaði illa.

Eyddi hann mörgum mánuðum í hjóla­stól í kjöl­farið. Hann segir reynsluna hafa opnað augu sín. „Það var þá sem þetta klikkaði. Ég lenti í að­stæðum sem ég hafði ekkert val um. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessum að­stæðum en það gerði líf mitt betra,“ segir Pi­er­re. „Það var þá sem Ís­lands­verk­efnið fæddist,“ út­skýrir hann.

Hér má sjá yfirlit yfir göngu Pierre.
Mynd/Pierre-Antoine Guillotle

Hann segist hafa verið stað­ráðinn í því að feta sínar eigin leiðir í ferða­lagi sínu í kringum Ís­land. Hann hafi ekki viljað feta neinar slóðir nema sínar eigin.

„Ég vildi skapa mína eigin leið. Ég vildi ekki feta fót­spor neins. Ég vildi fara þangað sem inn­sæið tekur mig. Og ég vildi sjá Ís­land og allan fjöl­breyti­leika þess. Ég vildi líka hitta Ís­lendinga. Þetta var mér mikil­vægt,“ út­skýrir Pi­er­re. Hann segir marga hafa reynt að sannfæra sig um að hætta við.

„Ég fór til Ís­lands vegna kyrrðarinnar, kuldans, þagnarinnar og ævin­týrsins. Ég hafði mikinn metnað. Ég vissi hvers vegna ég væri að fara,“ segir hann.

Hann fann sér leið í kringum Ís­land á Goog­le Earth. Gekk þar um há­lendið, frá Vest­fjörðum til Aust­fjarða. Þá segist Pi­er­re nokkrum sinnum hafa verið hætt kominn vegna veðurs en hann segist alltaf hafa farið að öllu með gát.

„Ég varð að sætta mig við það að ég yrði stundum að bíða, stundum í klukku­stundir, stundum í nokkra daga. Það er náttúran sem ræður, ekki þú.“ Eitt skiptið var Pi­er­re bjargað af ís­lenskri fjöl­skyldu þar sem hann ferðaðist um í fár­viðri og appel­sínu­gulri við­vörun.

„Ég var orðinn nokkuð ör­væntingar­fullur og vissi að þetta væri orðið erfitt. Ég átti mér engan sama­stað. Þá birtust þau bara skyndi­lega og sögðu mér að koma með sér. Þau buðust til að lag­færa tjaldið mitt og bjóða mér mat. Ég dvaldi hjá þeim í þrjá daga,“ út­skýrir Pi­er­re.

Umfjöllun Positively Scottish um ferðalag Pierre.

Pierre ferðaðist um Ísland og gisti í tjaldi á leið sinni um landið.
Mynd/Pierre-Antoine Guillotle