Helgarblaðið

Varð hugfangin af dauðanum

„Krísan tók fljótt enda þegar ég varð hugfangin af dauðanum,“ segir Charlotte.

Ef við horfumst í augu við dauða okkar, myndi það breyta einhverju um það hvernig okkur langar að lifa?“ Spyr leikstjórinn og leikkonan Charlotte Bøving sem er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. 

Charlotte segir frá ótta sem greip hana stuttu eftir fimmtugsafmælið og hugmynd að leikverki sem hún fékk í kjölfarið. 

„Ég fór að sækja um stjórnunarstöður hér og þar. Komst oft áfram, fékk viðtal en fékk svo ekki starfið. Ég hélt ég myndi ekki vinna aftur. Nú væri ég bara orðin of gömul. Ég þyrfti að drífa mig að finna vinnu. Fastráða mig,“ segir Charlotte.

„Það var auðvitað engin skynsemi í þessu panikki hjá mér. Með óttanum fylgdi ákveðin uppgjöf. Ég gafst svolítið upp. Fannst ég eins og Sýsifos, rúllandi hnullungi upp sama fjallið,“ segir hún. „Þetta var ekki algjör uppgjöf, þetta var smá tilvistarkrísa. En krísan tók fljótt enda þegar ég varð hugfangin af dauðanum,“ segir Charlotte. 

Nánar í helgarblaði Fréttablaðsins 15.september og á www.frettabladid.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Umhverfið allt ein kennslustofa

Helgarblaðið

Langar að prófa fjallaskíði

Helgarblaðið

Serena Williams breytir tennis

Auglýsing

Nýjast

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

Auglýsing