Lífið

Varð af milljónum eftir hrika­legt klúður í spurninga­þætti

Evan Kaufman varð heldur betur á messunni í bandarískum spurningaþætti á dögunum þegar hann ruglaði saman nöfnum Baracks Obama Bandaríkjaforseta og hryðjuverkamannsins Osama Bin Laden.

Evan Kaufman sendi frá sér yfirlýsingu í þrettán liðum á Twitter þar sem hann útskýrði sína stöðu, og hversu taugatrekkjandi það sé að taka þátt í þætti sem þessum. Þá hafi hann verið úrvinda enda nýbakaður pabbi.

Evan Kaufman varð illilega á messunni í bandarískum spurningaþætti í gær þegar hann ruglaði saman nöfnum Baracks Obama Bandaríkjaforseta og hryðjuverkamannsins Osama Bin Laden.

Um er að ræða spurningaþátt á vegum ABC sjónvarpsstöðvarinnar og kallast $100,000 Pyramid þar sem, líkt og nafnið gefur til kynna, þátttakendum gefst kostur á að vinna 100 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvarar tæpum ellefu milljónum króna. 

Kaufman átti að þylja upp eiginnöfn einstaklinga með kenninafnið Obama. „Bin Laden,“ svaraði Kaufman, nánast án þess að hika og hefur myndskeið af svari hans vakið mikla athygli. Fimmtíu þúsund Bandaríkjadalir voru undir. 

Myndskeiðið er Kaufman þó talsvert í óhag, því hann leiðréttir svar sitt um hæl með eiginnafni Bandaríkjaforseta – sem vitaskuld er Barack. En það vantar inn í flest þau myndskeið sem hafa komist í dreifingu á veraldarvefnum. 

Kaufman tjáði sig um málið á Twitter og sagðist hafa verið úrvinda í þættinum, enda hafi hann átt sitt fyrsta barn aðeins tveimur vikum áður. Þá hafi það ekki síður tekið á taugarnar að vera með einu sína helsta átrúnaðargoði í liði, leikaranum Tim Meadow.

„Ég endaði með 8.500 dollara.... og sögu um verstu ágiskun allra tíma,“ segir Kaufman í þrettánda og síðasta lið Twitter-færslu sinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Atten­bor­ough gæti átt vin­sælasta lagið um jólin

Menning

Bóka­dómur: Hár­fínn línu­dans við for­tíðar­drauga

Lífið

Pi­ers og Ariana í hár saman vegna „hræsnarans“ Ellen

Auglýsing

Nýjast

Rauði djöfullinn lyftir Marvel á hærra Netflix-plan

Fólkið á götunni: „Held í húninn þegar það er opnað“

Óður til hins upprunalega á Hótel Sögu

In memoriam: Þrastalundur

Einelti hefur aukist á síðustu tólf árum

Salka Sól um eineltið: „Ég skammaðist mín“

Auglýsing