„Veitan á að vera að­gengi­leg hér­lendis og er­lendis og okkur fannst sniðugt að efna til nafna­sam­keppni, þar sem verið er að miðla menningar­arfi okkar allra,“ segir Guð­rún Helga Jónas­dóttir, verk­efna­stjóri hjá Kvik­mynda­mið­stöð.

Til­lögur skal senda á þessu vefformi, fyrir 1. maí. Tveggja manna dóm­nefnd fer yfir til­lögurnar. Hana skipa Styrmir Sigurðs­son kvik­mynda­gerðar­maður og Ari Páll Kristins­son hjá Árna­stofnun. Guð­rún Helga segir skipu­leggj­endur verk­efnisins telja mikil­vægt að dóm­nefndin sé skipuð sér­fræðingi úr faginu auk sér­fræðings í tungu­málinu.

Að­spurð hvernig góð til­laga líti út, svarar hún að gott nafn gangi á ensku og ís­lensku og vísi til þess sem veitan standi fyrir.

Í gær voru hundrað til­lögur komnar í púkkið og segir Guð­rún Helga að leyfi­legt sé að senda inn fleiri en eina.

„Það er gaman að renna yfir nöfnin sem hafa komið inn, þau eru mjög fjöl­breytt,“ segir hún.