Einn var með allar tölur réttar í Víkinga­lottó og fær hann því 756 milljónir inn á reikning sinn. Miðinn var keyptur í Noregi.

Enginn vann annan vinning né þann þriðja en þeir hljóðuðu upp á 34 milljónir og rúma eina og hálfa milljón.

Sex ein­staklingar voru með allar tölur réttar í Jóker og hljóta þeir allir tvær milljónir. Einn miðanna var keyptur á Dal­vík en hinir fimm voru í á­skrift.