Kona á sex­tugs­aldri var ein með allar tölur réttar síðasta laugar­dag í Lottó. Þegar Ís­lensk get­spá hafði sam­band við hana og til­kynnti henni að hún hefði unnið fjór­faldan pottinn ó­skipt, eða alls 53 milljónir, var konan al­sæl með það.

Í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá kemur fram að konan hefði sér­stak­lega látið þess getið í sím­talinu að hún og maðurinn hennar hefðu ný­verið farið vand­lega yfir fjár­hags­stöðu sína og sett sér mark­mið um að greiða upp öll lán með mark­vissum hætti til að verða al­gjör­lega skuld­laus árið 2029.

„Skemmst er frá því að segja að biðin eftir þessu mark­miði hefur styst svo um munar,“ segir að lokum.