Miða­eig­andi í Happ­drætti Há­skólans hreppti væn­legan vinning í út­drætti kvöldsins. „Einn ljón­heppinn miða­eig­andi hefur ærið til­efni til að fagna enda fékk sá hinn sami ní­faldan hæsta vinning í Happ­drættinu,“ segir í til­kynningu frá Happ­drætti Ís­lands.

Sá heppni fékk því 45 skatt­frjálsar milljónir í sinn hlut og er ef­laust kátur með vinninginn.

Hann var þó ekki sá eini sem hafði heppnina í för með sér í kvöld þar sem Milljóna­veltan gekk einnig út og fékk annar heppinn miða­eig­andi 10 milljónir króna í vinning.

„Þá er sagan ekki öll því tveir tromp­miða­eig­endur fengu 2,5 milljónir í sinn hlut og sjö fengu eina milljón króna.“ Alls skipta 3.427 vinnings­hafar með sér rúmum 166 milljónum króna.