Einn heppinn miða­eig­andi vann í kvöld hæsta vinning í aprí­lút­drætti hjá Happ­drætti Há­skóla Ís­lands þar sem hæsti vinningur var fimm milljónir. Miða­eig­andinn sem um ræðir átti tromp­miða og því fimm­faldaðist vinnings­upp­hæðin.

Að því er kemur fram í til­kynningu um málið var þar um að ræða dyggan miða­eig­anda til fjölda ára en hann fékk heldur betur peninginn til baka þar sem hann gengur nú út með 25 skatt­frjálsar milljónir króna.

Heppnin var einnig með öðrum miða­eig­enda í kvöld en sá var einnig með tromp­miða þannig 500 þúsund króna vinningur hans breytist í 2,5 milljónir króna.

Sex aðrir miða­eig­endur fengu eina milljón króna hver og þrettán fengu hálfa milljón króna hver. Þre­faldur pottur í Milljóna­veltunni gekk ekki út í kvöld og því verða 40 milljónir í pottinum í maí.