Tanja Rut Herman­sen var dregin út í gjafa­leik Frétta­blaðsins og Úr­val Út­sýn og vann 200 þúsund kr. gjafa­bréf frá Úr­val Út­sýn. 

„Ég trúði varla að ég hefði unnið og vissi bara ekki hvernig ég ætti að bregðast við þegar ég sá skila­boðin um að ég hefði unnið,“ segir Tanja Rut í sam­tali við Frétta­blaðið. 

Tanja á­kvað að taka þátt og þannig freista þess að komast í frí í sólina, en sjálf hafði hún ekki gert neinar ferða­á­ætlanir. 13 „Ég var ekki búin að gera nein ferða­plön í raun, en sá þarna kjörið tæki­færi til þess að komast í sólina.“ 

Mamma Tönju á hús á Tenerife og hún segir það koma til greina að fara þangað. „Það er mjög hentugt að fara þangað og vera hjá mömmu, ekki ó­lík­legt að stefnan verði sett á Tenerife, ekki slæmt að fá frítt flug og fría gistingu!“ 

Tanja og kærasti hennar eiga unga tví­bura og hún segist gjarnan vilja fara með fjöl­skyldunni í smá frí í sólina. 

„Ef við förum til Tenerife þá tek ég auð­vitað kærastann og tví­burana okkar með í sann­kallað fjöl­skyldu­frí en svo kemur alveg til greina að fara í skemmti­lega borgar­ferð en þá myndi ég örugg­lega bara taka kallinn með,“ segir Tanja glöð í bragði.