Vand­ræða­legar af­leiðingar of­áts

Þessa daganna kýla landsmenn vömbina með rjómabollum og saltkjöti.

Saltkjöt og baunir túkall og króna. Salkjöt er góður matur en líka varasamur. Fréttablaðið/ANTON BRINK

Í dag er sprengidagurinn og því salkjöt og baunir á borðum flestra landsmanna. Þrátt fyrir ýmsar tískustefnur í mataræði þá virðist þessi réttur halda gildi sínu. Það sem hefur helst breyst í áranna rás er að neytendur velja frekar minna saltað kjöt en áður og það er fagnaðarefni.

Neysla á mjög söltuðum mat sérstaklega til lengri tíma getur valdið háþrýstingi og ýmsum öðrum alvarlegum heilsfarslegum vandamálum. 

Vindgangur er þekktur fylgifiskur ofáts á baunum og þykir það mjög vandræðalegt að leysa vind af miklum krafti við matarborðið. Þeir sem lenda í þessu verða oft skömmustulegir og reyna að láta á engu bera.

Nokkur skotheld ráð til að forðast vindgang:

- Drekka nóg af vatni - regla sem klikkar aldrei.


 -Mjólkusýrugerlar gera kraftaverk - það er ágæt regla að innbyrða þá reglulega til að forðast uppþembu.


 -Forðast súra drykki sem geta aukið hættuna á bakflæði og brjóstsviða.


- Létta á ristlinum fyrir matinn - þar til gerð lyf fást í næsta apóteki.


-Leggðu þig eftir matinn og taktu því rólega- það borgar sig ekki að fara út að hlaupa með úttroðna vömbina.


-Eða bara láta vaða - það er nú sprengidagur einu sinni á ári. 

Tengdar fréttir

Lífið

Sólrún Diego og Frans eignuðust strák

Lífið

Hjörvar og Heiðrún skírðu son sinn í dag

Helgarblaðið

Herðapúðar, gloss og gaddabelti eilífðarinnar

Auglýsing
Auglýsing

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing