Twitter hefur verið í töluverðum vandræðum síðan Elon Musk tók við stjórn fyrirtækisins.
Mynd/getty

Hvað er Twitter?

Twitter er ör­blogg- og sam­fé­lags­net­þjónusta í eigu banda­ríska fyrir­tækisins Twitter, Inc., þar sem not­endur eiga sam­skipti í formi skila­boða sem kallast „tíst“.

Skráðir not­endur geta þar sent inn, líkað við og endur­tíst tístum, á meðan ó­skráðir not­endur hafa að­eins mögu­leika á að lesa opin­ber tíst. Not­endur nota Twitter í gegnum vafra eða smá­forrit.

Þangað til í apríl 2020 var for­ritið einnig að­gengi­leg með SMS. Tíst voru upp­haf­lega tak­mörkuð við 140 stafi, en stafa­fjöldi ar tvö­földuð í 280. Á­stæðan var að koma til móts við kín­versku, - japönsku og kóresku­mælandi not­endur. Breytingin fór í gegn í nóvember 2017. Þá er einnig hægt að tísta smáum hljóð- og mynd­skrám.

Twitter var stofnað í mars árið 2006 af fjórum Banda­ríkja­mönnum, Jack Dors­ey, Noah Glass, Biz Stone og Evan Willi­ams. Höfuð­stöðvar fyrir­tækisins eru í Kali­forníu en Twitter rekur rúm­lega 25 úti­bú á heims­vísu, þó að þessar tölur gætu hafa breyst á dögunum í kjöl­far fjölda­upp­sagna. Í byrjun árs voru fleiri en 330 virkir not­endur á Twitter mánaðar­lega en gögnin segja að flest tístin séu skrifuð af litlum hluta not­enda.

Ýmsir aðrir mögu­leikar eru í boði fyrir þá sem vilja kynna sér aðra texta­bundna sam­fé­lags­miðla eða sjá fram á að neyðast til þess ef stjórn­endur Twitter loka miðlinum. Nú hefur nokkur fjöldi fært sig yfir á sam­fé­lags­miðilinn Mastodon.

Mastodon er í raun mjög líkur miðill og Twitter og ætti því að vera að auðvelt fyrir notendur Twitter að færa sig þangað.

Hvað er Mastodon?

Að forminu til er Mastodon ör­bloggs-miðill og þannig nokkuð líkur Twitter. Þegar notandi hefur sett upp Mastodon birtist honum kunnug­legt heima­svæði með virkni sem er nokkuð keim­lík fugla­for­ritinu.

Þar er hægt að fylgjast með öðrum not­endum, fylgja þeim og þeir geta fylgt manni á móti. Hægt er að birta færslur á tíma­línu. Tístið á Mastodon heitir „toot“ og endur­tístið eða „retweet“ af Twitter heitir „boost“. Þá ættu hug­tökin að vera á hreinu.

Það sem greinir Mastodon helst frá Twitter er það hvernig fyrir­tækið er byggt upp. Twitter er mið­lægur vett­vangur sem rekinn er af einu ein­stöku fyrir­tæki sem lýtur stjórn eins manns, Elons Musk, sem jafn­framt er einn af virkustu not­endum for­ritsins um þessar mundir.

Ein­hverjir hafa líkt Mastodon við eldri tækni á borð við tölvu­póst þar sem hver sem er getur sett upp og keyrt tölvu­póst­þjón en not­endur tölvu­pósta geta allir talað saman óháð þjóni.

Á vissan hátt minnir virkni Mastodon á á­huga­mála­miðaða sam­fé­lags­miðilinn Reddit, eða jafn­vel Face­book grúppur. Helst að því leytinu að þar finnast mis­munandi sam­fé­lög á­huga­fólks sem gegna mis­munandi reglum sem um­sjónar­menn við­komandi sam­fé­lags sjá um að fylgja eftir. Þó er Reddit, líkt og Twitter, stjórnað af einu fyrir­tæki, á sama hátt og Face­book.

Redit inniheldur undirsíður þar sem hægt er að deila margvíslegu efni.

Hvað er Reddit?

Reddit: Reddit er sam­fé­lags­miðill sem byggir á því að deila og ræða texta­bundið efni. Reddit er skipt í svo­kölluð subreddits, sem eru undir­síður sem vinna út frá á­kveðnum á­herslum í efnis­tökum.

Hægt er að gerast á­skrifandi að á­kveðnum subreddits, eða um­ræddum undir­síðum. Hægt er að kjósa með eða á móti færslum inni á síðunum. Hver færsla safnar stigum á sama tíma og Reddit telur saman heildar­stiga­fjölda frá hverjum notanda yfir allt notkunar­tíma­bilið.

Þó að Reddit sé texta­miðaður vett­vangur eru þó sum subreddit sem byggja á hlekkjum, mynd­efni og fleiru. Tak­markað eftir­lit er á síðunni og því er nokkuð um gróft efni inni á Reddit, til dæmis má finna þar á­róður öfga­sam­taka og klám.

Hafi fólk á­huga á því að færa sig út fyrir texta­fókusinn er hægt að skoða eldri miðil sem gekk í endur­nýjun líf­daga í heims­far­aldrinum, Tumblr.

Tumblr er sá samfélagsmiðill sem Gen Z kynslóðin flikktist til í heimsfaraldrinum.
Mynd/getty

Hvað er Tumblr?

Banda­rískir miðlar sögðu frá því í byrjun árs að svo­kölluð Gen Z kyn­slóð hefði hrein­lega flykkst á Tumblr í heims­far­aldri. Gögnin styðja það, en frá og með árs­byrjun 2022 eru 61% nýrra not­enda Tumbler, og næstum helmingur virkra not­enda undir 24 ára aldri.

Tumblr hefur að sögn tals­manns fyrir­tækisins fleiri virka not­endur á mánuði en systur­miðillinn Wor­d­press, sem er önnur risa­eðla sem er þús­aldar­kyn­slóðinni vel kunnug.

Tumblr er sam­fé­lags­miðill sem er eins­konar milli­stig milli Twitter og bloggsins sáluga. Tumblr miðar því að deila og senda texta, myndir, GIF og stutt mynd­bönd.

Hægt er að fylgjast með bloggum annarra not­enda, endur­birta færslur annarra og skrifa at­huga­semdir við þær.