Rostungurinn Valli er mættur aftur á bryggjuna í Höfn í Hornarfirði, í tæka tíð fyrir kosningar.

Valli gerði sig fyrst heimakominn í Höfn þann 19. september en tímasetning heimsóknar hans, svona rétt fyrir kosningar, hefur orðið til þess að netverjar hafa kallað eftir því að rostungurinn fari í framboð.

Hann er sannarlega skrautlegur karakter og vinsæll meðal Íslendinga og eru Hornfirðingar ánægðir að sjá Valla mæta í bæinn á kjördag.

Bjarni Ó. Stefánsson smellti af mynd af honum í morgun og var Valli að hans sögn hress og kátur áður en hann lagðist svo niður til að slaka á.

Valli hefur fært sig aðeins til á bryggjunni frá sínum gamla stað, um 20 metra að sögn Bjarna. „Hann er að færa sig upp á skaftið,“ segir Bjarni.

Valli
Mynd: Bjarni O. Stefansson