Svo virðist sem þýska leikkonan Valentina Pahde hafi fengið derhúfu fótboltakappans Rúriks Gíslasonar að láni á grísku eyjunni Mykonos á dögunum.

Leikkonan birti mynd af sé með derhúfuna á Instagram í gær en um er að ræða höfuðfat hannað af íslenska merkinu BÖKK. Rúrik hefur iðulega gengið með húfuna og einnig auglýst tískumerkið á samfélagsmiðlum.

Rúrik og Valentina voru bæði keppendur í þýska Allir geta dansað þar sem þau slógu bæði í gegn fyrir frábæra takta sína. Bæði eyddu þau tíma á Mykonos í síðastliðinni viku og telst það líklegt að þau hafi dvalið þar saman.

Fyrrum kærasta Rúriks Soliani sakaði hann um framhjáhald á dögunum og birti skjáskot af Rúrik og Valentinu saman á Mykonos. Hún hefur síðan eytt færslunni og hætt að fylgja Rúrik á Instagram.