Trans­ konan Vala Grand birti mynd af sér í afar glæsi­legum rauðum síð­kjól í Ciuta­della Park í Barcelona á Spáni í gær með textanum: „Kjólinn og stað­setningin segir allt,“ skrifar hún og setur trans fánann í tjákni.

Í garðinum er skilti sem minnist látinnar trans konu sem var myrt af nýnas­istum í hljóm­sveitar­standi garðsins 6 októ­ber árið 1991 vegna kyn­vitundar hennar.

Vala sýnir myndskeið af sér í kjólnum ganga að fyrrnendum hljómsveitarstandi og segir það fyrir Soniu: „Fyrir trans-systur mínar sem gátu ekki lifað lífinu sem þær óskuðu sér.“

Mynd/Skjáskot