Leik­konan Ca­y­lee Cowan brá heldur betur í brún á þriðju­daginn þegar hún vaknaði við inn­brots­þjóf sem starði á hana sofa.

Að sögn TMZ vaknaði Cowan klukkan þrjú um nóttina þegar hún sá mann standa við rúmið sitt. Hún öskraði á hann og hringdi í lög­regluna, en við það flúði innbrotsþjófurinn vett­vang.

Lög­reglan kom fljótt á svæðið og náði að góma inn­brots­þjófinn sem var á hlaupum í hverfinu. Í fórum hans fannst þýfi sem hann hafði stolið af heimili Cowan.

Cowan er kærasta óskars­verð­launa­hafans Cas­ey Af­f­leck, en hann var ekki heima þegar inn­brotið átti sér stað.