Helgarblaðið

Væri til í að eiga tamið tígrisdýr

Lillý Elísabetu langar til að verða vísindamaður, skólakennari eða kafari þegar hún er orðin stór. Henni finnst skemmtilegt sport að hlaupa allsber út og velta sér í snjónum.

„Mig langar að verða vísindamaður því mér finnst risaeðlur svo flottar, og ég held líka að sumar risaeðlur séu pínulitlar. Svo langar mig að vera kafari því ég held það séu svo mörg flott dýr og svo fallegt í sjónum.“

Nafn: Lillý Elísabet Jökulsdóttir

Aldur: Sjö ára

Skóli: Kársnesskóli

Hvað finnst þér skemmtilegast að læra í skólanum? Ég veit það ekki. Eiginlega bara allt. Finnst gaman í stærðfræði og íslensku og er góð í íslensku en annars allt gaman.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla? Ég fer alltaf í dægradvölina eftir skóla og leik mér. Lita, perla, og stundum fæ ég að leika með legó eða playmó.

Ertu að æfa einhverjar íþróttir eða í tómstundum? Ég er að æfa sund og frjálsar.

Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? Vísindamaður, skólakennari eða kafari. Mig langar að verða vísindamaður því mér finnst risaeðlur svo flottar, og ég held líka að sumar risaeðlur séu pínulitlar. Svo langar mig að vera kafari því ég held það séu svo mörg flott dýr og svo fallegt í sjónum.

Áttu gæludýr? Zizou og Keano. Þau eru Husky-hundar. Þau eru stór og Keanu er með tvílit augu, eitt blátt og eitt brúnt, en Zizou er með tvö blá. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en mest myndi mig langa til að eiga tígrisdýr – ef það væri tamið.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sviðakjammi og núðluréttur.

Hvað myndir þú taka með þér á eyðieyju? Ég myndi taka með mér mat, Zizou og Keano og fjölskylduna mína.

Hvað finnst þér skemmtilegt að horfa á í sjónvarpinu? Það er mjög margt en aðallega K3 og Blíða og Blær.

Hvernig heldur þú að framtíðin verði? Árið 2050? Held að heimurinn verði mjög ólíkur því sem hann er núna. Held það verði búið að brenna fleiri hús og bara dálítið öðruvísi. Ég held að bílarnir verði alveg eins og núna en kannski aðeins verri. Ég held að fólkið verði jafngott og núna.

Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Grænn.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar það snjóar? Oftast finnst mér skemmtilegast að hlaupa allsber út og rúlla mér í snjónum. Ég gerði það með Uglu systur hans pabba um daginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Helgarblaðið

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Helgarblaðið

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Auglýsing

Nýjast

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Auglýsing