Magnað út­sýnis­hús sem fylgja miklir mögu­leikar á fal­legum stað við Ölfus­á í Sel­foss­bæ er nú komið á sölu.

Um er að ræða vandað þriggja í­búða ein­býlis­hús á góðum og eftir­sóttum stað við Jóru­tún 6 í bænum. Húsið er 337 fer­metrar á tveimur hæðum með tveimur auka í­búðum á neðri hæð. Lóðin er eignar­lóð 910,3 fer­metra.

Í aðal­í­búð má meðal annars finna rúm­góða flísa­lagða for­stofu. Stófa stofu, sól­stofu, borð­stofu og eld­hús. Upp­tekin loft með hvíttuðum panel og inn­byggðum ljósum. Þá er arinn í stofunni. Frá sól­stofu, stofu og svölunum er fal­legt út­sýni, meðal annars til Heklu og að Ölfus­á­brú, að nýju mið­bæ og kirkjunni.

Húsið var byggt árið 1986, neðri hæð og efri hæð 1992. Steypt timbur og er klætt með stení. Ein af betri lóðum bæjarins. Húsið telur alls 5 svefn­her­bergi, þrjú eld­hús, þrjú salerni, þrjár stofur, þrjár for­stofur, borð­stofu og sól­stofu, þvotta­hús og tvö­faldan bíl­skúr.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun