Magnað útsýnishús sem fylgja miklir möguleikar á fallegum stað við Ölfusá í Selfossbæ er nú komið á sölu.
Um er að ræða vandað þriggja íbúða einbýlishús á góðum og eftirsóttum stað við Jórutún 6 í bænum. Húsið er 337 fermetrar á tveimur hæðum með tveimur auka íbúðum á neðri hæð. Lóðin er eignarlóð 910,3 fermetra.
Í aðalíbúð má meðal annars finna rúmgóða flísalagða forstofu. Stófa stofu, sólstofu, borðstofu og eldhús. Upptekin loft með hvíttuðum panel og innbyggðum ljósum. Þá er arinn í stofunni. Frá sólstofu, stofu og svölunum er fallegt útsýni, meðal annars til Heklu og að Ölfusábrú, að nýju miðbæ og kirkjunni.
Húsið var byggt árið 1986, neðri hæð og efri hæð 1992. Steypt timbur og er klætt með stení. Ein af betri lóðum bæjarins. Húsið telur alls 5 svefnherbergi, þrjú eldhús, þrjú salerni, þrjár stofur, þrjár forstofur, borðstofu og sólstofu, þvottahús og tvöfaldan bílskúr.





