Orðið „út­sýnis­í­búð“ öðlast nýja merkingu þegar þak­í­búðin á fimmtándu hæð að Rjúpna­sölum 14 í Kópavogi er skoðuð. Þar má finna ein­stakt út­sýni yfir höfuð­borgar­svæðið, gólf­hita og yfir­byggðan pott.

Um er að ræða 221 m² íbúð þar sem er að finna tvö bað­her­bergi og að sjálf­sögðu er hjóna­svíta til staðar með fata­her­bergi. Panor­ama svalir fylgja í­búðinni en þær eru 208,6 m² að stærð og gefa stór­feng­legt út­sýni til austurs, suðurs og vesturs.

Þá vekur það sér­staka at­hygli að svalirnar eru upp­hitaðar að meiri­hluta og þar má finna heitan pott með yfir­byggðri kúlu úr plexi­gleri. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasala má opna kúluna með því að renna framhlið til hliðar, en þá opnast 2/3 plexiglersins, og njóta sólarinnar á blíðviðrisdögum.

Gengið er út á svalirnar frá eld­húsinu, sem er flísa­lagt með fal­legum inn­réttingum úr kirsu­berja­við. „Útsýnið er eins og af svölum himnaríkis,“ segir Reynir Ásgeirsson, eigandi íbúðarinnar í samtali við Fréttablaðið.

Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell
Mynd/Stakfell